03.05.1974
Sameinað þing: 83. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 4116 í B-deild Alþingistíðinda. (3717)

Rannsókn kjörbréfs

Forseti (Eysteinn Jónsson):

Mér hefur borist svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 3. maí 1974.

Þorvaldur Garðar Kristjánsson, 5. þm. Vestf., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Með því að ég er á förum til útlanda í opinberum erindum, leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþingis að óska þess, að 2. varamaður minn, frú Hildur Einarsdóttir, Bolungarvík, taki á meðan sæti mitt á Alþingi.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fara fram í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamannsins.

Ásgeir Bjarnason,

forseti Ed.

Hildur Einarsdóttir hefur ekki setið þing áður og kjörbréf hennar þarf því athugunar við. Bið ég hv. kjörbréfanefnd að taka kjörbréfið til athugunar, og ég mun gefa 5 mínútna fundarhlé. — [Fundarhlé.]