06.05.1974
Neðri deild: 120. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 4215 í B-deild Alþingistíðinda. (3791)

253. mál, Stofnlánadeild landbúnaðarins

Frsm. (Stefán Valgeirsson):

Herra forseti. Eins og ég gat um, þegar ég ræddi hér síðast um jarðalögin, leggur meiri hl. hv. landbn, til, að Landnám ríkisins starfi áfram eins og það hefur gert fram að þessu. En það frv., sem hér um ræðir, er í sjálfu sér þannig upp byggt, að Landnám ríkisins verði lagt niður. Þess vegna leggur a, til, að eftirfarandi breytingar verði gerðar á þessu frv.:

1. Að 1. pr. falli niður.

2. Að 3. málsgr. 3. gr. orðist svo:

Á hvert íbúðarhús má veita í eitt skipti allt að 120 þús. kr., þó aldrei yfir 10% af sannanlegum kostnaði við endurbyggingu íbúðarhúss. Á framlög þessi skal greiða verðlagsuppbót samkv. vísitölu, er sýni breytingar á tilkostnaði framkvæmda frá meðalkostnaði þeirra á árinu 1971, eins og hún er ákveðin samkv. 12. gr. jarðræktarlaga frá 16. maí 1972. Til að veita slík framlög fær Stofnlánadeild greiðslu úr ríkissjóði samkv. fjárl.

3. Að 4, gr. falli niður.

4. Að inn komi ný gr., sem verði 3. gr. og orðist svo:

Lög þessi öðlast þegar gildi.