08.11.1973
Neðri deild: 19. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 431 í B-deild Alþingistíðinda. (386)

24. mál, kaupstaðarréttindi til handa Seltjarnarneshreppi

Flm. (Matthías h. Mathiesen) :

Herra forseti. Mér finnst mjög eðlilegt, að sú n., sem fær þetta mál til meðferðar, athugi það í samráði við dómsmrn. svo og félmrn., því að þegar um er að ræða breytingar á lögsagnarumdæmi, kemur að sjálfsögðu dómsmrn. þar til og hefur e. t. v. einhverjar meiningar um það, með hvaða hætti þeir hlutir skuli gerast.

Ég er sannfærður nm það út frá því atriði, sem hæstv. forsrh. minntist á, þeim kostnaðarauka, sem því væri samfara, að þarna yrði sérstakt lögsagnarumdæmi, að þá er sveitarstjórnin á Seltjarnarnesi fús til viðræðna um það, að sá kostnaður verði sem allra minnstur, og er tilbúin með sínar eigin hugmyndir, hvernig hægt væri að leysa þessi mál, þannig að það hefði sem minnstan kostnað í för með sér.

Ég vonast til þess, að hv. félmn. þessarar d. taki þetta mál til athugunar hið allra fyrsta, í samráði við þau rn., sem hér eiga hlut að máli, og svo sveitarstjórnina á Seltjarnarnesi. Ég get mjög vel skilið hv. 3. þm. Norðurl. e., að hann endurflytji frv. sitt frá síðasta þingi, og ég vona, að þau tvö frv. gætu þá farið samhliða í gegnum þingið á dögunum fyrir jól.