07.05.1974
Efri deild: 123. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 4280 í B-deild Alþingistíðinda. (3889)

9. mál, grunnskóli

Auður Auðuns:

Herra forseti. Ég vil nú þegar mótmæla þeirri málsmeðferð, sem hér er á höfð. Þetta mái var afgr. úr menntmn. í morgun, og eins og allir þm. vita, höfum við verið í dag að fundarstörfum hér í þinginu og á flokksfundum um stórpólitísk mál, og nú í kvöld var sjónvarpsútsending, sem ég býst við, að þingmenn hafi ekki viljað missa af, svo að það hefur bókstaflega enginn tími verið til að undirbúa það, sem menn vildu segja í þessu mikla máli. E`g fer þess vegna fram á það, með þessum rökstuðningi m.a. að hæstv. forseti fresti umr., svo að gefist meira svigrúm.