08.05.1974
Efri deild: 125. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 4339 í B-deild Alþingistíðinda. (3921)

277. mál, sala kirkjujarðarinnar Stóru-Borgar

Frsm. (Steinþór Gestsson):

Herra forseti. Þrátt fyrir óhæga aðstöðu vegna anna á væntanlega síðasta degi þings hefur landbn. samþykkt að mæla með því, að frv. þetta nái fram að ganga óbreytt. Þótt, eins og ég áðan sagði, aðstaða hafi verið óhæg til að skoða þetta mál gaumgæfilega, hyggir n. þetta álit sitt á því, að sem fylgiskjöl með frv. eru prentaðar samþykktir hreppsnefndar Grímsneshrepps svo og fundargerð almenns hreppsfundar, þar sem þetta mál er lagt fyrir og samþ. með meginþorra atkv. að mæla með því, að ábúandinn á Stóru-Borg fái heimild til að kaupa ábýlisjörð sína, sem var með þeirri kvöð, að þegar Grímsneshreppur óskaði eftir að selja þá jörð, þá ætti ríkið forkaupsrétt. Til þess að ábúandinn geti fengið að kaupa jörðina, þarf því ríkið að fella niður forkaupsrétt sinn, og að því miðar frv., sem hér er til umr.

Landbn. hefur orðið sammála um, eins og ég áðan sagði, að mæla með því, að frv. verði samþ. óbreytt.