12.11.1973
Sameinað þing: 17. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 453 í B-deild Alþingistíðinda. (405)

Varamenn taka þingsæti

Forseti (Eysteinn Jónsson) :

Mér hefur borist svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 9. nóv. 1973.

Oddur Ólafsson, 3 þm. Reykn., hefur í dag ritað á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda til þess að sitja þing Sameinuðu þjóðanna og mun ekki geta sótt þingfundi næstu vikur, leyfi ég mér að biðja um fjarvistarleyfi og með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður Sjálfstfl. í Reykn., Axel Jónsson bæjarfulltrúi, taki sæti á Alþ., í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt.

Ásgeir Bjarnason,

forseti Ed.

Axel Jónsson hefur áður setið þingbekk á þessu þingi og skilað kjörbréfi, sem samþ. hefur verið, og býð ég hann velkominn til starfa.

Þá hefur borist annað bréf, svo hljóðandi:

„Reykjavík, 12. nóvember 1973.

Jón Ármann Héðinsson, 5. þm. Reykn., hefur í dag ritað mér á þessa leið.

„Þar sem ég er á förum til útlanda vegna sérstaks verkefnis fyrir Sölusamband ísl. fiskframleiðenda, leyfi ég mér hér með að biðja um fjarvistarleyfi og með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður Alþfl. í Reykn., Karl Steinar Guðnason kennari, taki sæti á Alþ. í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt.

Ásgeir Bjarnason,

forseti Ed.

Karl Steinar Guðnason hefur setið á þingi á þessu kjörtímabili og kjörbréf hans verið samþ., og býð ég hann velkominn til starfa.