13.11.1973
Sameinað þing: 18. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 588 í B-deild Alþingistíðinda. (444)

92. mál, bráðabirgðasamkomulag við Bretland um veiðar breskra togara

Ragnhildur Helgadóttir:

Herra forseti. Ég tel, að það samkomulag, sem fyrir liggur til afgreiðslu, sé mun óhagstæðara Íslendingum en samkomudag, sem unnt hefði verið að ná á fyrra stigi málsins. Af því varð þó ekki vegna sundurlyndis og undandráttar ríkisstj. Ég legg áherslu á þá skoðun mína, að samþykkt till. komi engan veginn í veg fyrir áframhaldandi útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur. Ég tel, að samþykkt till. muni tryggja frið á miðunum í tvö ár og bægja þann með lífshættu frá mönnum á sjónum. Ég segi já.