13.11.1973
Sameinað þing: 18. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 588 í B-deild Alþingistíðinda. (445)

92. mál, bráðabirgðasamkomulag við Bretland um veiðar breskra togara

Sverrir Hermannsson:

Herra forseti. Í samkomulagi þessu er vernd til handa fiskimiðum okkar. Þessi samningur er vopnahlé, sem bægir lífsháska frá sæfarendum. Gengið var nokkurn veginn að tilboði fulltrúa Íslands í London, hæstv. forsrh. Fyrir því og af þessum málsástæðum, enda þótt vonbrigði mín séu mikil með samkomulag þetta, segi ég já.