13.11.1973
Sameinað þing: 18. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 589 í B-deild Alþingistíðinda. (446)

92. mál, bráðabirgðasamkomulag við Bretland um veiðar breskra togara

Ellert B. Schram:

Herra forseti. Ég hef lýst í umr. skoðunum mínum á þessari þáltill. Þar kom fram, að ég tel samninginn gallaðan, óljósan og að mörgu leyti óhagkvæman Íslendingum. Ég tel að unnt hefði verið að ná betri samningi, ef ekki hefði komið til innbyrðis sundurlyndi og óheppileg vinnubrögð ríkisstj. Ég hefði talið eðlilegt, að ríkisstj. bæri ein ábyrgð á þessu samkomulagi.

Ég er hins vegar þeirrar skoðunar, að nú, þegar þm. standa frammi fyrir tveim kostum: annars vegar áframhaldandi hættuástandi, rányrkju og lögbrotum, hins vegar bráðabirgðafriði á Íslandsmiðum, þá sé valið aðeins eitt. Á þeirri forsendu, að samningurinn hindri engan veginn útfærslu í 200 mílur eigi siðar en fyrir árslok 1974, segi ég já.