13.11.1973
Sameinað þing: 19. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 592 í B-deild Alþingistíðinda. (454)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Eysteinn Jónsson) :

Mér hefur borist svohljóðandi bréf:

„Reykjavík, 12. nóv. 1973.

Stefán Valgeirsson, 3. þm. Norðurl. e., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég vegna veikinda mun ekki geta sótt þingfundi á næstunni, leyfi ég mér að biðja um fjarvistarleyfi og með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþingis að óska þess, að 2. varamaður Framsfl. í Norðurl. e., Heimir Hannesson héraðsdómslögmaður, taki sæti á Alþ. í forföllum mínum. Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fram fara í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamannsins.“

Heimir Hannesson hefur ekki setið þinghekk áður á þessu þingi, og þarf því að athuga kjörbréf hans, eins og greinir í bréfinu, og verður nú 5 mín. fundarhlé til þess:“ — (Fundarhlé.)