14.11.1973
Neðri deild: 21. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 651 í B-deild Alþingistíðinda. (529)

97. mál, bann gegn veiðum með botnvörpu og flotvörpu

Forsrh. (Ólafur Jóhannesson) :

Herra forseti. Ég vildi aðeins svara þessum fsp. Það liggja ekki önnur viðurlög við en leyfissviptingin. Þegar skip hefur í eitt skipti verið svipt leyfi, er það komið út af skrá, og eftir það verður farið með það eins og skip, sem aldrei hefur verið á skrá. Þess vegna gilda almennar reglur um það. Ef slíkt skip yrði staðið hér að veiðum, yrði það tekið og fært til hafnar, ef unnt er, og dæmt samkv. þeim almennu ákvæðum íslenskra laga þar um.