14.11.1973
Neðri deild: 21. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 651 í B-deild Alþingistíðinda. (530)

97. mál, bann gegn veiðum með botnvörpu og flotvörpu

Garðar Sigurðsson:

Herra forseti. Mig langar að leggja eina litla spurningu fyrnir hæstv. forsrh. Það segir í 6. lið: „Sé skip staðið að veiðum í bága við samkomulagið getur íslenskt varðskip stöðva það, en skal kveðja til það aðstoðarskip breskt, sem næst er til að sannreyna málsatvik.“ Hvað nú, ef flugvél Landhelgisgæslunnar kemur að landhelgisbrjót, hvernig er þá hægt að standa að þessu?