19.11.1973
Neðri deild: 25. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 725 í B-deild Alþingistíðinda. (589)

95. mál, fóstureyðingar

Heilbr.- og trmrh. (Magnús Kjartansson) :

Herra forseti. Aðeins örfá orð til að leiðrétta þá missögn, sem fram kom hjá hv., þm. Hannibal Valdimarssyni. Að sjálfsögðu hafði ég þann hátt á með þetta frv. eins og önnur frv. sem ég flyt sem frv., að ég lagði það fyrir ríkisstj. og óskaði heimildar eftir því að fá að flytja þetta mál sem stjfrv. Ég tók það hins vegar skýrt fram, að ég væri ekki að fara fram á, að reynt yrði að binda afstöðu einstakra stjórnarþingmanna. Á þetta féllst ríkisstj., og það var bókað á fundi ríkisstj., að mér væri heimilað að leggja málið fram sem stjfrv.