22.11.1973
Efri deild: 24. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 816 í B-deild Alþingistíðinda. (688)

11. mál, bann gegn veiðum með botnvörpu og flotvörpu

Frsm. (Bjarni Guðbjörnsson) :

Herra forseti. Frv. það, sem hér um ræðir, er flutt til staðfestingar á brbl. frá 26. júní s. l., en lög um bann gegn veiði með botnvörpu og flotvörpu gengu úr gildi 1. júlí s. l. Var því nauðsynlegt að framlengja gildistíma l. til ársloka 1973. Á síðasta Alþingi var flutt frv. varðandi fiskveiðilandhelgina, en það frv. náði ekki fram að ganga. Sjútvn. d. hefur athugað frv. og mælir einum rómi með, að það verði samþ. óbreytt.