26.11.1973
Neðri deild: 29. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 874 í B-deild Alþingistíðinda. (752)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Gils Guðmundsson) :

Mér hefur borist svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 23. nóv. 1973.

Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og mun því ekki geta sótt þingfundi á næstunni, leyfi ég mér að biðja um fjarvistarleyfi og með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþingis að óska þess, að vegna forfalla 1. varamanns Alþb. í Vesturl. taki 2. varamaður, Bjarnfríður Leósdóttir húsfrú á Akranesi, sæti á Alþ. í fjarveru minni.

Jónas Árnason,

5. þm. Vesturl.“

Einnig hefur mér borist svo hljóðandi bréf :

„Staddur í Reykjavík, 21. nóv. 1973.

Vegna sérstakra anna get ég ekki tekið sæti Jónasar Árnasonar, 5. þm. Vesturl., á Alþ. nú á næstunni.

Skúli Alexandersson.“

Bjarnfríður Leósdóttir hefur áður tekið sæti á Alþ. á þessu kjörtímabili, og hefur rannsókn kjörbréfs hennar farið fram.