28.11.1973
Sameinað þing: 26. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 954 í B-deild Alþingistíðinda. (838)

Rannsókn kjörbréfs

Frsm. (Ragnar Arnalds) :

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur haft til athugunar kjörbréf Guðmundar Þorsteinssonar, en fyrir n. lá skeyti frá Stefáni Sigurðssyni, formanni yfirkjörstjórnar í Vesturl., þar sem hann vottar, að Guðmundur Þorsteinsson sé 3. varamaður Alþb. í Vesturl. Hann tekur sæti í forföllum Bjarnfríðar Leósdóttur, sem nú er á sjúkrahúsi, en þegar Bjarnfríður Leósdóttir tók sæti á Alþ., lá fyrir, að 1. varamaður Skúli Alexandersson, gæti ekki tekið sæti á þingi.

N. mælir með því, að kosning Guðmundar Þorsteinssonar sé metin gild og kjörbréfið samþykkt.