03.12.1973
Neðri deild: 32. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 969 í B-deild Alþingistíðinda. (858)

Umræður utan dagskrár

Bjarni Guðnason:

Herra forseti. Ég tel það sjálfsagða skyldu mína að skýra hv. þd. frá því, að stofnaður hefur verið nýr stjórnmálaflokkur, sem hlaut nafnið Frjálslyndi flokkurinn, og er ég þm. hans og mun starfa samkv. þeim stefnuskráratriðum og lögum, sem þessi flokkur hefur sett. En um leið þykir mér ástæða til að lesa upp ályktun, sem gerð var á þessu flokksþingi, svo hljóðandi :

„Stofnfundur Frjálslynda flokksins, haldinn á Hótel Esju 1. desember 1973, lýsir því yfir, að hann telur þm. flokksins óhundinn í afstöðu sinni til samstarfs núv. stjórnarflokka.“

Mér þykir rétt, að þetta komi fram.