04.12.1973
Sameinað þing: 29. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 1006 í B-deild Alþingistíðinda. (894)

377. mál, viðurkenning á herforingjastjórninni í Chile

Utanrrh. (Einar Ágústsson) :

Herra forseti. Hv. 4. landsk. hefur spurt um viðurkenningu okkar á herforingjastjórninni í Chile. Ég get svarað þessu afar stutt:

Af Íslandshálfu hefur engin viðurkenning verið gefin núverandi ríkisstj. í Chile. Milli Íslands og Chile var gerður samningur um stjórnmálasamband fyrir 10–12 árum, en við höfum aldrei skipst á sendiherrum, og sú ríkisstj., sem nýkomin er til valda, hefur enga viðurkenningu hlotið af íslands hálfu.