04.12.1973
Sameinað þing: 29. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 1029 í B-deild Alþingistíðinda. (925)

385. mál, Norðurstjarnan

Fyrirspyrjandi (Bjarni Guðnason) :

Herra forseti. Ég þakka fyrir þessi svör. Það þarf dálítið að athuga þessar tölur, hvernig þetta kemur út, til þess að geta tekið afstöðu gagnvart þessum talnalegu breytingum. En ég vildi aðeins vekja athygli á því, að varðandi lagmetisiðjuna Siglósíld átti hún að fá 15 millj. kr. til uppbyggingar og endurbóta á fyrirtækinu samkv. lögum þess, og þessari upphæð var skipt í þrennt, þannig að fyrstu 5 millj. voru á fjárl. 1973. En hitt verður á fjárl. 1974 og 1975. Þannig verður þetta afar mikil upphæð og nýtist illa, enda virðist þetta fyrirtæki eiga við mjög mikla erfiðleika að etja, eins og reyndar iðnaðurinn allur.