25.10.1973
Sameinað þing: 7. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 172 í B-deild Alþingistíðinda. (93)

347. mál, landhelgismál

Utanrrh. (Einar Ágústsson) :

Herra forseti. Það er aðeins ein setning í tilefni af ræðu hv. 2. þm. Reykv. — Eins og kom fram í fyrra í svari við fsp. hv. 5. þm. Reykn., hafa Alþjóðadómstólnum verið send ýmis gögn. Ég gaf þá yfirlit um þau gögn og lofaði að senda hv. 5. þm. Reykn. þessi gögn, afrit af þeim, sem ég síðan gleymdi. Það kemur vel til greina, finnst mér, að utanrmn. fái þessi gögn, og enn fremur er ég síður en svo mótfallinn því, að utanrmn. og/eða landhelgisnefnd ræði það í ljósi þeirra staðreynda, sem þá blasa við, eftir hálfan mánuð til þrjár vikur kannske, að þessar n. ræði það, hvaða gögn skuli senda til Alþjóðadómstólsins, því að ríkisstj. hefur ekki útilokað það, heldur aðeins tekið ákveðna afstöðu gegn því að senda málflytjanda til Haag-dómstólsins.