30.08.1974
Neðri deild: 10. fundur, 95. löggjafarþing.
Sjá dálk 132 í B-deild Alþingistíðinda. (125)

9. mál, ráðstafanir vegna gengis íslenskrar krónu

Frsm. (Þórarinn Þórarinsson):

Herra forseti. Þetta nál. er merkilegt af fleiri ástæðum en þeim, að því var upphaflega dreift handskrifuðu. Það er undirritað af 4 ráðh., sem ekki hefur komið fyrir áður, og auk þess hefur sama manni verið falið að mæla bæði fyrir hönd þeirra, sem eru með frv., og hinna, sem eru á móti því. Það er að sjálfsögðu talsvert vandasamt starf, og ég held, að ég fullnægi því hlutverki best með því að ræða málið ekki neitt, heldur skýra frá þeirri niðurstöðu, að 2 nm. leggja til, að frv. verði fellt, en 5 nm. leggja til, að það verði samþ.