03.09.1974
Sameinað þing: 6. fundur, 95. löggjafarþing.
Sjá dálk 158 í B-deild Alþingistíðinda. (158)

Rannsókn kjörbréfs

Forseti (Eðvarð Sigurðsson):

Svo hljóðandi bréf hefur borist:

„Reykjavík, 2. sept. 1974.

Gylfi Þ. Gíslason, 9. þm. Reykv., hefur ritað mér á þessa leið:

„Þar eð ég þarf að sitja fund í menningarmálanefnd Norðurlandaráðs í Finnlandi n.k. miðvikudag og síðan sem form. nefndarinnar að sækja ráðstefnu Norðurlandaráðs um samræmingu skólakerfis á Norðurlöndum, get ég ekki sótt þingfundi í þessari viku. Þar eð fyrsti varamaður minn, Björn Jónsson, er erlendis, óska ég þess hér með, að annar varamaður minn, Eyjólfur Sigurðsson, taki sæti mitt í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fram fara í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Gils Guðmundsson, forseti Nd.

Til forseta sameinaðs Alþingis.“

Fyrir liggur kjörbréf Eyjólfs Sigurðssonar, og verður gert fundarhlé, meðan kjörbréfanefnd athugar kjörbréfið.