05.09.1974
Neðri deild: 17. fundur, 95. löggjafarþing.
Sjá dálk 230 í B-deild Alþingistíðinda. (233)

5. mál, verðjöfnunargjald af raforku

Iðnrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Það er aðeins örstutt aths. til upplýsinga. Ég gat þess við 2. umr., að talið væri, að halli Rafmagnsveitna ríkisins yrði allmiklu meiri nú í ár en gert hafði verið ráð fyrir, þegar frv. var samið. Hv. 3. þm. Reykv. óskaði nánari upplýsinga um þetta, og vil ég þess vegna lesa hér örlítinn kafla úr grg. þeirra ráðuneytisstjóranna tveggja í fjmrn. og iðnrn. um þetta efni. Þar segir:

„Halli Rafmagnsveitna ríkisins 1975 var á þeim tíma, er frv. var samið, áætlaður 275 millj. Eins og mál horfa nú, mun halli RARIK árið 1974 nema 514 millj. kr. Orsakir stóraukins halla má rekja til hækkunar launa, fyrirsjáanlegrar hækkunar á öllu efni til viðhalds og rekstrar, svo og stórhækkunar vaxta og afhorgana, þar sem lántökur til RARIK árið 1974 eru um 500 millj. kr. hærri en reiknað var með, þegar hallatalan 257 millj. var reiknuð út“

Þetta vildi ég láta koma hér fram til upplýsingar því, sem um var spurt.