18.07.1974
Sameinað þing: 1. fundur, 95. löggjafarþing.
Sjá dálk 5 í B-deild Alþingistíðinda. (6)

Rannsókn kjörbréfs

Frsm. 2. kjördeildar (Benedikt Gröndal):

Herra forseti. 2. kjördeild hefur rannsakað kjörbréf þm. í 1. kjördeild, hefur engar athugasemdir við þau að gera og leggur einróma til, að þau verði öll samþykkt. Kjörbréfin eru þessi:

1. Kjörbréf Axels Jónssonar, 10. landsk. þm.

2. Kjörbréf Eðvarðs Sigurðssonar, 7. þm. Reykv.

3. Kjörbréf Ellerts B. Schram, 11. þm. Reykv.

4. Kjörbréf Garðars Sigurðssonar, b. þm. Sunnl.

5. Kjörbréf Guðmundar H. Garðarssonar, 6. landsk, þm.

6. Kjörbréf Gylfa Þ. Gíslasonar, 9. þm. Reykv.

7. Kjörbréf Helga F. Seljans, 7. landsk. þm.

8. Kjörbréf Ingvars Gíslasonar, 1. þm. Norðurl. e.

9. Kjörbréf Jóns Helgasonar, 4. þm. Sunnl.

10. Kjörbréf Jóns G. Sólness, 2. þm. Norðurl. e.

11. Kjörbréf Lárusar Jónssonar, 4. þm. Norðurl. e.

12. Kjörbréf Magnúsar T. Ólafssonar, 3. landsk. þm.

13. Kjörbréf Odds Ólafssonar, 2. þm. Reykn.

14. Kjörbréf Páls Péturssonar, 3. þm. Norðurl. v.

15. Kjörbréf Ragnars Arnalds, 5. þm. Norðurl. v.

16. Kjörbréf Sigurlaugar Bjarnadóttur, 9. landsk. þm.

17. Kjörbréf Stefáns Jónssonar, 5. þm. Norðurl. e.

18. Kjörbréf Steinþórs Gestssonar, 6. þm. Sunnl.

19. Kjörbréf Tómasar Árnasonar, 4. þm. Austf.

20. Kjörbréf Þórarins Sigurjónssonar, 2. þm. Sunnl.

Kjördeildin leggur til, að kosning framangreindra þm. verði tekin gild og kjörbréfin samþykkt.