18.07.1974
Sameinað þing: 1. fundur, 95. löggjafarþing.
Sjá dálk 6 í B-deild Alþingistíðinda. (7)

Rannsókn kjörbréfs

Frsm. 3. kjördeildar (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. 3. kjördeild hefur athugað kjörbréf þeirra hv. þm., sem sæti eiga í 2. kjördeild. Það eru þessi bréf:

1. Kjörbréf Alberts Guðmundssonar, 12. þm. Reykv.

2. Kjörbréf Benedikts Gröndals, 2. landsk. þm.

3. Kjörbréf Einars Ágústssonar, 10. þm. Reykv.

4. Kjörbréf Friðjóns Þórðarsonar, 4. þm. Vesturl.

5. Kjörbréf Geirs Hallgrímssonar, 1. þm. Reykv.

6. Kjörbréf Guðlaugs Gíslasonar, 3. þm. Sunnl.

7. Kjörbréf Gunnlaugs Finnssonar, 4. þm. Vestf.

8. Kjörbréf Halldórs E. Sigurðssonar, 3. þm. Vesturl.

9. Kjörbréf Ingólfs Jónssonar, 1. þm. Sunnl.

10. Kjörbréf Jóns Árnasonar, 2. þm. Vesturl.

11. Kjörbréf Jóns Skaftasonar, 4. þm. Reykn.

12. Kjörbréf Karvels Pálmasonar, 5. þm. Vestf.

13. Kjörbréf Magnúsar Kjartanssonar, 3. þm. Reykv.

14. Kjörbréf Matthíasar Á. Mathiesen, 1. þm. Reykn.

15. Kjörbréf Ólafs Jóhannessonar, 1. þm. Norðurl. v.

16. Kjörbréf Péturs Sigurðssonar, 8. þm. Reykv.

17. Kjörbréf Sighvats Björgvinssonar, 8. landsk. þm.

18. Kjörbréf Steingríms Hermannssonar, 2. þm. Vestf.

19. Kjörbréf Sverris Hermannssonar, 3. þm. Austf.

20. Kjörbréf Þorvalds Garðars Kristjánssonar, 3. þm. Vestf.

Engar kærur höfðu borist né athugasemdir gerðar. Það er einróma tillaga 3. kjördeildar, að öll þessi kjörbréf verði tekin gild.