22.08.1974
Efri deild: 6. fundur, 95. löggjafarþing.
Sjá dálk 75 í B-deild Alþingistíðinda. (85)

2. mál, viðnám gegn verðbólgu

Eggert G. Þorsteinsson:

Herra forseti. Alþfl. hefur í hv. Nd. gert grein fyrir afstöðu sinni til þessa frv. að fallinni þeirri brtt., sem þegar hefur verið felld hér eins og þar, og hefur sömu afstöðu hér. Þar eð samþykkt þessa frv. mundi samkvæmt yfirlýsingu hæstv. forsrh. þýða, eins og fram hefur komið í umr., að launþegum væri ætlað að bera bótalaust 9.5% hækkun á grundvallarverði til bænda og mun meiri hækkun útsöluverðs og felld hefur verið, eins og áður er getið, till. um að bæta bændum til bráðabirgða úr ríkissjóði kostnaðarauka þeirra í þann mánuð til viðbótar, sem brbl. er ætlað að gilda, þá er þingflokkur Alþfl. andvígur samþykkt brbl. Þess vegna segi ég nei.