29.08.1974
Sameinað þing: 5. fundur, 95. löggjafarþing.
Sjá dálk 81 í B-deild Alþingistíðinda. (96)

Tilkynning frá ríkisstjórninni

Forseti (Gylfi Þ. Gíslason):

Forseta hefur borist ósk frá Ríkisútvarpinu um, að útvarpað verði beint frá þessum fundi í Sþ.

Í 60. gr. þingskapa Alþingis segir svo: „Ef Ríkisútvarpið óskar að útvarpa umr. eða hluta af umr., beinir það tilmælum sínum til hlutaðeigandi forseta. Forseti tekur þau tilmæli á dagskrá, og ákveður þingið eða þingdeild að lokinni umr., hvort leyfð skuli. Þegar útvarpað er umr. á þennan hátt, skal þess gætt, að ræðutími skiptist sem jafnast milli flokka eða mismunandi sjónarmiða.“

Samkvæmt ákvæðum í 60. gr. þingskapa er það hér með tekið á dagskrá, hvort verða skuli við þessum óskum Ríkisútvarpsins eða ekki, og er sú ósk nú til umr.