12.11.1974
Sameinað þing: 6. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 133 í B-deild Alþingistíðinda. (100)

297. mál, virkjun Bessastaðaár í Fljótsdal

Iðnrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Ég held að það kenni nokkurs misskilnings hjá fyrirspyrjanda að ég hafi ekki svarað fsp. allri. Ég tók fram að að því væri stefnt og væri að sjálfsögðu æskilegt ef hægt væri að ljúka þessu sem allra fyrst og innan fjögurra ára, þ.e. fyrir árslok 1978. Hitt kemur ekki til mála, að ætla að fara að lögfesta á þingi að virkjuninni skuli lokið árið 1978. Ég held að slíks séu engin dæmi og ég efast um að þm. mundu taka á sig þá ábyrgð.

Eins og frv. ber með sér er hér um heimild að ræða og þó að líkur bendi til þess, ég vil segja yfirgnæfandi líkur, að í þessa virkjun verði ráðist, eru nokkrar frekari rannsóknir fram undan, sem nauðsynlegar eru áður en endanleg ákvörðunartaka fer fram.