19.12.1974
Neðri deild: 31. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 1263 í B-deild Alþingistíðinda. (1064)

106. mál, löndun á loðnu til bræðslu

Sjútvrh. (Matthías Bjarnason):

Forseti. Ég hélt að ég hefði svarað þessari fsp. áðan. En fyrst hv. þm. hefur ekki meðtekið svarið, þá veit ég ekki til að það hafi verið gert neitt samkomulag, hvorki við Landssamband ísl. útvegsmanna né aðra, um að Alþ. íslendinga mundi aldrei leyfa skipi undir erlendum fána að veiða loðnu. Ég get þar af leiðandi alls ekki fellt mig við það að stjórnvöld hafi rofið eitthvert samkomulag. Það er byggt í lögum, sem hafa verið í gildi, það er byggt á þessu frv., og ef einhver aðili vill einhliða rjúfa það, ekki hafa mann innan þessarar nefndar, t.d. samtök, þá þau um það. Þetta hélt ég að lægi alveg skýrt fyrir og ég hefði sagt áðan.