20.12.1974
Neðri deild: 35. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 1270 í B-deild Alþingistíðinda. (1100)

Þingfrestun

Karvel Pálmason:

Virðulegi forseti. Ég vil fyrir hönd okkar þdm. þakka góðar óskir forseta okkur til handa. Ég þakka forseta fundarstjórn og samvinnu það sem af er liðið þessu þingi, og ég óska honum og fjölskyldu hans gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári. Ég vil einnig færa starfsfólki þingsins þakkir fyrir ánægjulegt samstarf og óska því gleðilegra jóla og góðs komandi árs. Ég vænti þess, að við megum öll hittast hér heil til starfa á komandi ári, og ég vil biðja hv. þdm. að taka undir þessar óskir með því að risa úr sætum. — [Dm. risu úr sætum.]