20.12.1974
Sameinað þing: 29. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 1270 í B-deild Alþingistíðinda. (1102)

1. mál, fjárlög 1975

Frsm. meiri hl. (Jón Árnason):

Herra forseti. Eins og ég gat um við 2. umr. málsins er upphaflegur grundvöllur fjárlagafrv. byggður á kauplagi sem metið var 35% hærra en í viðmiðun gildandi fjárl., auk þess sem þá var um 400 millj. kr. upphæð að ræða í fjárlagafrv. til þess að mæta viðbótarkaupbreytingum. Nú er komið í ljós að raunverulegt kauplag hefur hækkað meira eða sem nemur allt að 51%, og með tilliti til þess hækkar viðmiðun skattvísitölu samkv. brtt. fjvn. úr 145 stigum í 151 stig. Að öðru leyti er einnig á því byggt að stöðug atvinna haldist í landinu og að magnbreytingar verði ekki sem neinu nemur frá því sem þær munu reynast á yfirstandandi ári.

Að sjálfsögðu veltur nú sem fyrr á því að stjórnvöldum takist að halda þannig á stjórn efnahagsmála, að ekki fari af stað ný verðbólgualda eins og átti sér stað á fyrri hluta yfirstandandi árs. Hefur áhrifa af þeirri óheillaþróun vissulega gætt í ríkum mæli við þá fjárlagagerð, sem Alþ. er nú að leggja síðustu hönd á.

Eins og sjá má af þeim niðurstöðum sem koma til með að liggja fyrir eftir að brtt. fjvn. eru fram komnar, þá er fjárlagadæmið sem næst því sem áætlun nr. 2 frá Þjóðhagsstofnuninni gerir ráð fyrir. Eins og sagði neðanmáls við þá áætlanagerð var gert ráð fyrir að upphæðir gætu breyst lítið eitt við nánari athugun og sú hefur raunin á orðið um einstaka liði, svo sem ég mun síðar víkja að.

Um brtt. vil ég að öðru leyti segja það, að enda þótt n. flytji sameiginlega þær brtt., sem eru við gjaldabálk frv., þá áskilur minni hl. sér allan rétt til að fylgja eða flytja brtt. við frv. umfram það sem þar kemur fram.

Mér er fyllilega ljóst að fjárlagaboginn er að fullu spenntur. Hvort tveggja er, að þörfin er fyrir meira fjármagn til ýmissa hluta en möguleikar eru á að veita og yfir því verður kvartað nú sem fyrr. Að hinu leytinu mun meiri hl. fjvn. og ríkisstj. ekki fara varhluta af ámæli frá ýmsum og jafnvel sömu aðilum fyrir allt of mikla þenslu og hækkun fjárlagafrv, Við því er út af fyrir sig ekkert að segja annað en það, að sú hækkun, sem átt hefur sér stað í meðferð fjvn. á fjárlagafrv., er síst meiri nú en oftast áður og hlutfallslega minni en átti sér stað t.d. við síðustu fjárlagaafgreiðslu.

Á milli umr. hefur n., ásamt því að athuga nánar ýmis erindi sem hún átti óafgreidd við 2. umr., tekið til athugunar þær brtt, sem einstakir þm. fluttu við 2. umr. og tóku til baka, til 3. umr. Sumar af þessum till, falla að þeim till. sem n. nú flytur. Aðrar brtt., sem n. hefði gjarnan viljað taka undir, en ekki treyst sér til að þessu sinni, eru nokkrar og vil ég þar t.d. nefna brtt. á þskj. 150 frá Sverri Bergmann um fjárveitingu til Borgarsjúkrahússins til hönnunar á B-álmu sjúkrahússins. Því miður sá n, sér ekki fært að mæla með þessu þarfa máli. Sannleikurinn er sá að þörfin á auknum úrbótum á sviði heilbrigðismála er mjög mikil, sem einnig verður best séð af þeim breytingum sem gerðar hafa verið á þessum útgjaldalið fjárlagafrv.

Að öðru leyti má vekja athygli hv. þm. á því, að í sjálfu fjárlagafrv. eru geysiháar fjárupphæðir sem ætlað er að taka að láni til margvíslegra framkvæmda, sem allar stefna að því sama marki að gera landið byggilegra og veita þjóðinni alls konar þjónustu í enn ríkari mæli en áður hefur átt sér stað. Sama máli gegnir um ýmsar brtt. n. Þar taka að sjálfsögðu orkumálin stóran skerf. Þar er um málaflokk að ræða sem ekki er óeðlilegt að hafi forgang hvað snertir aðgang að hinu sameiginlega fjármagni sem þjóðinni hefur safnast.

Ég mun þá víkja að brtt. sem fjvn. flytur sameiginlega á þskj. 206 og 228 og meiri hl. n. á þskj. 229.

Kemur fyrst till, varðandi sérfræðilega aðstoð við þingflokka. Segja má að hér sé um launalið að ræða og ætti því að breytast í samræmi við launabreytingar. Er lagt til á þskj. 206 að liðurinn hækki u.m 1 millj., en átti að vera 2 millj., og er leiðrétting í samræmi við það á þskj. 228. Hér er því um hækkun að ræða sem nemur rúmlega 30%.

Þá er till. um að til Hrafnseyrar verði fjárveiting að upphæð 500 þús. kr., sem ætluð er til viðhalds á staðnum. — Lagt er til, að til þjóðgarðs á Þingvöllum hækki liðurinn Önnur rekstrargjöld um 1 millj. kr., en það er ætlað til líffræðilegra rannsókna í Þingvallavatni.

Lagt er til að liðurinn Fræðsluskrifstofur hækki um 1500 þús. kr. og verður samtals 18 millj. 797 þús. kr. Þessi upphæð er talin nema því að hægt verði að setja af stað eftir nýju grunnskólalögunum fræðsluskrifstofur sem nemur 1/3 af því sem endanlega verður, þegar lögin hafa tekið fullt gildi og fræðsluskrifstofur hafa verið stofnsettar um allt land.

Þá er lagt til, að fjárveiting til námsflokka hækki um 450 þús. og verður þá liðurinn samtals 1200 þús. kr.

Inn kemur nýr liður, styrkur til hjúkrunarkennaranáms á Norðurlöndum 400 þús. kr.

Þá koma brtt. við Háskóla Íslands, heimspekideild. Er þar um hækkun að ræða sem nemur 100 þús. kr. frá því sem er í frv., en áður hafði liðurinn hækkað frá fjárl. yfirstandandi árs um 1300 þús. kr. og verður því samtals 3.9 millj. kr. Fulltrúar frá þessari deild í háskólanum komu á fund fjvn. og óskuðu eftir því, að upphæð þessi yrði annað tveggja skipt jafnt á milli deildanna þriggja eða þá það kæmi í hlut háskólans að skipta upphæðinni, eins og átti sér stað t.d. á yfirstandandi ári. N. tók þá ákvörðun að leggja til að upphæðinni yrði skipt jafnt á milli deilda, þ.e. 1300 þús. kr. komi í hlut hverrar deildar.

Til stofnunar Árna Magnússonar hækkar liðurinn Gjaldfærður kostnaður um 5 millj. kr. Það er vegna bókasafns Þorsteins M. Jónssonar og í samræmi við samninga þar um við hann. Þetta er fyrri greiðsla af tveimur. Gert er ráð fyrir að 5 millj. verði einnig að taka inn í fjárlög næsta árs og þar með ljúki uppgjöri varðandi það mál.

Til Menntaskólans við Hamrahlíð kemur nýr liður: Gjaldfærður stofnkostnaður 2 millj. kr. Það er í sambandi við áframhaldandi framkvæmdir við núverandi byggingar.

Þá kemur liðurinn Iðnskólar almennt. Lagt er til að inn sé tekinn nýr liður varðandi viðhald að upphæð 2 millj. kr.

Eins og fram kom við 2. umr. fjárlagafrv, var eftir að taka endanlega ákvörðun um það í fjvn. hvað liðurinn til Sjómannaskólahússins vegna viðhalds skyldi hækka. Hér er lagt til að liðurinn hækki um 4 millj. kr. og verða því samtals á fjárl. yfirstandandi árs til ráðstöfunar til víðhalds Sjómannaskólahússins 7 millj. 246 þús. kr., en auk þess hefur Sjómannaskólinn til ráðstöfunar rúmlega 3 millj. kr. gjaldfærðan stofnkostnað sem einnig mætti nota í sama tilgangi ef á því þyrfti að halda.

Þessu næst eru till. n. varðandi dagvistunarheimili. Er lagt til að liðurinn hækki um 10.1 millj. kr., en varðandi sundurliðun til einstakra byggingarframkvæmda vísast að öðru leyti til sundurliðunar á sérstöku yfirliti.

Til Lánasjóðs ísl. námsmanna er till. um 74 millj. kr. hækkun og verður þá liðurinn samtals 680 millj. kr. Til viðbótar þessu er gert ráð fyrir að sjóðurinn taki að láni um 100 millj. kr., og hefur hann alls til ráðstöfunar 780 millj. samkv. því.

Styrkur til útgáfustarfsemi er lagt til, að hækki um 1 millj. kr.

Til Listasafns Íslands hækkar liðurinn Gjaldfærður stofnkostnaður um 5 millj. og verður alls 7 millj. 750 þús. kr. Gert er ráð fyrir að unnt verði að hefja byggingarframkvæmdir á viðbyggingu við Listasafnið við Fríkirkjuveg, þar sem stofnunin hefur yfir nokkru fjármagni að ráða til viðbótar því sem kemur fram í þessari fjárveitingu.

Til listasafna er till. um 300 þús. kr. hækkun. — Þá kemur liðurinn Listkynning í skólum. Er lagt til að liðurinn hækki um 200 þús. kr. — Til Bandalags ísl. listamanna hækkar liðurinn um 100 þús. kr. — Inn er tekinn nýr liður að upphæð 2 millj. kr. til að standa undir kostnaði við Listdansflokkinn, en flokkur þessi hóf starfsemi sína á síðasta ári og starfar í tengslum við Þjóðleikhúsið.

Til Bandalags ísl. skáta hækkar framlag um 300 þús. kr. — Lagt er til, að fjárveiting til Íslenskra ungtemplara hækki um 200 þús.

Þá er lagt til að inn sé tekinn nýr liður, þ.e. til Ólympíunefndar, 1 millj. kr., en það hefur verið venja að skipta fjárveitingunni á tvö ár, þegar Ólympíuleikar hafa farið fram, en næst munu þeir fara fram á árinu 1976.

Til minnisvarða um Jón Eiríksson hækkar fjárveiting um 65 þús. kr. og verður þá alls 100 þús. að þessu sinni. — Þá er lagt til að fjárveiting til Sædýrasafnsins í Hafnarfirði hækki um 200 þús.

Til aðstoðar við þróunarlöndin hækkar fjárveiting um 6 millj., en það er samkv. samningum þar um á sama hátt og áður hefur átt sér stað.

Liðurinn Til fyrirhleðslna er lagt til að hækki um 7 millj. 810 þús. kr. um skiptingu á fjárupphæðinni vísast til þess sem fram kemur í yfirliti á þskj.

Til söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar hækkar liðurinn um 500 þús. kr.

Framlag til Lánasjóðs sveitarfélaga er lagt til, að hækki um 37 millj. og verður þá samtals 45 millj. kr. Hér er um verulega upphæð að ræða sem er í samræmi við ný lagaákvæði sem taka munu gildi samkv. fyrirheit ríkisstj.

Lagt er til, að liðurinn Jafnlaunaráð hækki um 200 þús. kr. — Til orlofsheimila verkalýðssamtakanna er till. um 1500 þús. kr. hækkun, og til Alþýðusambands Íslands vegna menningar- og fræðslusambands alþýðu er till. um 500 þús. kr. hækkun.

Þá er till. um, að fjárveiting til Kaupmannasamtakanna til hagræðingarstarfsemi verði að upphæð 3 millj. kr. og til Neytendasamtakanna hækkar liðurinn um 200 þús.

Um Tryggingastofnun ríkisins er lagt til að liðurinn hækki alls um 615 millj. kr. og vísast til þess sem fram kemur í B-hluta fjárlagafrv. Þar er um að ræða annars vegar lífeyristryggingar til samræmis við samningsbundna hækkun launa um 3% 1. des. 1974 og 3% hækkun sem koma á 1. júní 1975, eða samtals 260 millj. kr. Hins vegar er hækkunin vegna sjúkratrygginganna sem nemur um 330 millj. kr. vegna almennra verðhækkana og 25 millj. vegna fjölgunar á starfsfólki við Landsspítalann, aðallega vegna opnunar langlegudeildarinnar að Hátúni 6. Verður því upphæðin samtals um 650 millj. kr. vegna almannatrygginga.

Þá er næst till. um 500 þús. kr. hækkun til Stórstúku Íslands.

Til Bandalags ríkis og bæja er 3 millj. kr. hækkun til byggingar orlofsheimila í Munaðarnesi, og verður þá liðurinn samtals 15 millj. kr.

Þá kemur nýr liður að upphæð 3 millj. 500 þús. kr. sem er til eftirmenntunar í rafiðnaði og skiptist upphæðin þannig að undir liðinn Laun koma 2.5 millj., undir Önnur rekstrargjöld kemur 1 millj. kr., samtals 3.5 millj. kr. Er talið að hér sé um mál að ræða sem sé mjög brýn nauðsyn á í sambandi við þann nýja tækniútbúnað sem kominn er í öll fiskiskip og enn fremur í sambandi við þau nýju raftæki sem eru á sjúkrahúsunum og er farið að taka í æ ríkari mæli í notkun.

Þá er lagt til, að liðurinn Önnur rekstrargjöld við Rannsóknastofnun byggingaiðnaðarins hækki um 1 millj. og skal upphæðinni varið til þess að standa undir kostnaði við steinefnaleit eða rannsóknir á því sviði fyrir Norður- og Austurland og Vestfirði.

Til Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins er till. um 2 millj. kr. hækkun, en áður var búið að samþykkja 1 millj., svo að alls hækkar framlag til Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins um 3 millj. kr. að þessu sinni.

Til hlutafjáraukningar í Iðnaðarbanka Íslands er ríkisstj. heimilað að hækka hlutafé ríkissjóðs í bankanum um 1 millj. 600 þús. kr.

Lagt er til að til stjórnar iðnþróunaráætlunar hækki fjárveiting um 1.5 millj.

Liðurinn Til niðurgreiðslu á vöruverði er lagt til að hækki um 90 millj. kr., og verður þá alls varið til niðurgreiðslu á vöruverði á árinu 1975 samkv. því 3 milljörðum 758 millj. kr.

Að lokum eru á þessu þskj, nokkrar till, sem falla undir 6. gr. fjárlagafrv., þar sem ríkisstj. er heimilað eftirfarandi:

Að endurgreiða þinglýsingargjöld af afsölum vegna b/v Skafta Sk-3, Karlsefnis, Krossavíkur, Akraborgar, Framtíðarinnar, Trausta og Suðurness. — Að fella niður aðflutningsgjöld og söluskatt á dísilrafstöð fyrir Rafveitu Ísafjarðar, — Að fella niður eða endurgreiða aðflutningsgjöld og söluskatt af efni, vélum og tækjum til stækkunar Skeiðfossvirkjunar. — Að fella niður sem eigið framlag ríkissjóðs til Áburðarverksmiðju ríkisins skuld verksmiðjunnar við ríkissjóð, að fjárhæð 44 millj. 113 þús. kr., vegna ógreiddra aðflutningsgjalda. — Að hafa makaskipti á landspildu úr Helluvaðslandi í Rangárvallahreppi til hagræðingar vegna uppsetningar landamerkjagirðinga.

Þá koma enn nýir liðir: Að fjmrh. er heimilt fyrir hönd ríkissjóðs að taka allt að 35 millj. kr. lán vegna hafnarframkvæmda við landshöfnina á Rifi. — Þá er fjmrh. heimilt að taka fyrir hönd ríkissjóðs allt að 50 millj. kr. lán vegna hafnarframkvæmda við landshöfnina í Keflavík og Njarðvík. — Fjmrh. er heimilt fyrir hönd ríkissjóðs að taka allt að 200 millj. kr. að láni hjá Seðlabanka Íslands til 5 ára og renni það sem óafturkræft framlag ríkissjóðs til Áburðarverksmiðju ríkisins.

Á þskj. 228 er brtt. við 1. gr. Það er till. um 215 millj. kr. fjárveitingu vegna greiðslu á vísitölutryggðu skuldabréfaláni frá árinu 1964. Hér er um upphæð að ræða sem nemur að stofni til 53.1 millj. kr. Af þessu verður best séð hvað verðbólgan hefur verið ör á þessu tímabili, að það skuli nú þurfa 215 millj. kr. til þess að greiða 53 millj. kr. lán.

Þá koma till. á þessu þskj. við 4. gr. frv. Er þar fyrst till. um fjárveitingu til aðstoðar við þingflokka, eins og ég gat um áðan.

Við Háskóla Íslands kemur ein till. til hækkunar. Þar er lagt til að taka upp nýjan lið að upphæð 3 millj. kr. vegna nýrrar námsbrautar í sjúkraþjálfun, sem gert er ráð fyrir að tekin verði upp við Háskólann á næsta ári. Er lögð mikil áhersla á að þessi námsbraut geti komið til framkvæmda, og er hér orðið við þeim óskum.

Lagt er til, að liðurinn Húsmæðraskólar, gjaldfærður stofnkostnaður hækki um 1 millj. kr. og verður þá alls 6 millj., en um skiptingu á upphæðinni vísast til þess sem fram kemur á sérstöku yfirliti á þskj.

Þá kemur nýr liður, Landgrunnsrannsóknir, að upphæð 3 millj. kr. Hér er að sjálfsögðu mikið verkefni óleyst þótt upphæðin sé ekki stærri að þessu sinni. Það segir sig sjálft, að ekki síst eftir að landhelgin og umráðaréttur yfir auðlindum í og yfir landgrunninu hefur verið fært út í 200 mílur, þá eru hér mikil verkefni sem kosta mun mikla fjármuni að vinna að.

Eins og ég gat um áðan, var gert ráð fyrir því að stjórn Lánasjóðs námsmanna tæki 100 millj. kr. lán til viðbótar fjárveitingunni, og er hér gert ráð fyrir, að þessi heimild sé til staðar.

Til Þjóðminjasafnsins er till. um 1.5 millj. kr. hækkun á fjárveitingu, en það er liðurinn Til sveitarfélaga. Er það sérstaklega ætlað til styrktar til að endurbæta kútter Sigurfara, sem nú er á vegum Byggðasafnsins í Görðum á Akranesi, en með því er bjargað minjagrip sem minnir á þýðingarmikið tímabil í atvinnusögu þjóðarinnar, en þar á ég við skútuöldina. Á séra Jón M. Guðjónsson sóknarprestur á Akranesi miklar þakkir skyldar fyrir fyrirhyggju sína á þessu sviði, en það er fyrir hans forgöngu að kútter Sigurfari var keyptur aftur heim til Íslands. Má segja að flestir gömlu íslensku kútterarnir frá skútuöldunni séu búnir að týna tölunni. — Að öðru leyti er fjárveitingunni ætlað til styrktar Sjóminjasafni Íslands, sem nýlega hefur verið stofnsett í Hafnarfirði, og nokkur upphæð til Sjóminjafélags Íslands og kæmi þá í stað brtt, á öðru þskj. sem flutt er í sama skyni.

Þá er till. um 50 þús. kr. fjárveitingu til Æskulýðsnefndar Norður-Þingeyjarsýslu.

Með hliðsjón af annarri till. við 6, gr. frv. varðandi vindlingagjald til ÍSÍ verður hér breyting á liðnum sem nemur til hækkunar um 3 millj. 160 þús. og verður þá liðurinn alls 16 millj. 677 þús. kr.

Til Náttúrugripasafnsins á Akureyri er till. um 200 þús. kr. hækkun, til Náttúrugripasafnsins á Norðfirði 100 þús. og til Náttúrugripasafnsins í Vestmannaeyjum er um sömu upphæð að ræða.

Þá kemur till. um 200 þús. kr. hækkun til rekstrar Sædýrasafnsins í Hafnarfirði og til safnahússins á Blönduósi 200 þús. kr. Lagt er til að stofnkostnaður Sædýrasafnsins í Hafnarfirði hækki einnig, og er fjárveiting um 266 þús. kr., en það er annar liður í fjárlagafrv.

Til verndar arnarstofninum er till. um 60 þús. kr. fjárveitingu.

Við Landnám ríkisins er till. um hækkun á liðnum Vextir. að upphæð 532 þús. kr., og til grænfóðurverksmiðja er till. um 5 milljarða kr. til hækkunar.

Þá eru tvær viðbótartill. við fyrirhleðslur, 1 millj. kr. til varnargarðs vegna Kötlugosa og 100 þús. til fyrirhleðslu við Bjarteyjarsand.

Lagt er til, að liðurinn Inn-Djúpsáætlun hækki um 2 millj. og verður samtals 7 millj. kr., en hér er um framleiðslustyrki að ræða í sambandi við sérstök lög sem kveða á um þessa fjárveitingu. Þá er till. um 100 þús. kr. hækkun til Félags áhugamanna um fiskrækt.

Næst koma tveir nýir liðir: Til Búnaðarsambands Suðurlands 2 millj. kr. og til Búnaðarsambands Norðurlands einnig 2 millj. Hér er um styrki að ræða til kaupa á heyverkunarvélum.

Til Garðyrkjuskólans á Reykjum er till. um 5 millj. kr. hækkun á gjaldfærðum stofnkostnaði, en það er til þess að ljúka ýmsum framkvæmdum við þá skólabyggingu.

Næst kemur till. um 6 millj. kr. hækkum á liðnum Til verðhóta á línufiski.

Þá er till. um fjárveitingu til Styrktarsjóðs fatlaðra, að hún hækki um 700 þús. kr., og verður þá sá liður samtals 4 millj. kr.

Liðurinn Slysavarnafélag Íslands er lagt til að breytist á sama hátt og átti sér stað varðandi ÍSÍ. En það er í samræmi við auknar tekjur af vindlingagjaldi.

Þá koma till. um þrjá nýja liði: Til Styrktarfélags vangefinna á Norðurlandi 100 þús., til Styrktarfélags vangefinna á Austurlandi 100 þús. og til Foreldrafélags fatlaðra er till. um 300 þús. kr.

Til Náttúrulækningafélags Íslands vegna bygginga í Hveragerði er till. um 3 millj. kr.

Við heilbr: og trmrn. hækkar launaliður um 1 millj. kr., en það er vegna ráðningar á tannlækni, sem ætlað er að hafa eftirlit með tannviðgerðum barna í heilsugæslustöðvum og víðar.

Til Krabbameinsfélags Íslands hækkar liðurinn um 4 millj. og 19 þús. kr., sem er í sambandi við auknar tekjur félagsins af vindlingasölu, svo sem fram kemur síðar.

Þá lækkar liðurinn Styrktarfé og ýmis eftirlaun o.fl. um 148 þús. kr., en það er vegna láts eins styrkþega. Liðurinn Styrktarfé og ýmis eftirlaun, ekkjur hækkar hins vegar um 200 þús. kr.

Við liðinn Vegagerð eru nokkrar breytingar sem stafa af nýjum og auknum lántökum, og vísast til þess sem fram kemur í þskj. Þar er um hækkun að ræða sem nemur 300 millj. kr.

Næst kemur á þessu þskj. fjárveiting að upphæð 85 millj. kr., sem ég hef þegar gert grein fyrir varðandi lántöku til landshafnanna.

Við Siglingamálastofnunina er till. um að launaliðir hækki um 2 millj. kr. Er það til ráðningar á tveimur starfsmönnum sem skulu hafa á hendi sérstakt eftirlit með öryggisbúnaði skipa. Er starfssvið þeirra allt landið og ætlast til þess að teknar verði upp eins konar skyndiskoðanir á skipum öðru hverju. Hér er um fjárveitingu að ræða sem ég tel að hafi verið mjög brýn. Það hefur verið kvartað yfir því að undanförnu að ekki hafi verið fyrir hendi hjá Siglingamálastofnuninni nægir starfskraftar til þess að starfa að þessu nauðsynlega hlutverki, og við höfum tekið eftir því að undanförnu, að það hefur verið um nokkuð tíð atvik að ræða í sambandi við bruna í skipum sérstaklega, og er óhætt að fullyrða, að það má rekja til þess, að það hafi ekki verið nægilega gott eftirlit í sambandi við þann útbúnað í skipunum sem getur afstýrt því að skipin verði fyrir eldsvoða. Ég vona og n. vonar að þessi fjárveiting komi að góðu haldi, þar sem þarna er ákveðið að ráða tvo fasta starfsmenn, sem eiga stöðugt að hafa þetta verkefni á hendi í öllum verstöðvunum, að fylgjast með öryggisútbúnaði skipanna og gera öðru hverju skyndiskoðanir í því sambandi.

Til Sjóslysanefndar hækkar liðurinn Önnur rekstrargjöld um 2 millj. kr. Upphæð þessari er ætlað að standa undir rannsókn á reki gúmmíbáta samkv. þál. frá síðasta þingi. Till. n. var um hærri fjárveitingu, en þar sem verulegur hluti þeirrar upphæðar var fyrir leigu á varðskipi, sem fjárveiting til rekstrar á er fyrir hendi í fjárlagafrv., sá n. ekki, ástæðu til þess að hafa þessa upphæð hærri. Gert var ráð fyrir því í þeirri beiðni, sem kom til n., að þyrfti um 6 millj. kr. til viðbótar til þess að sinna þessu verkefni, þ.e. að finna út og fylgjast með eða gera sér grein fyrir reki gúmmíbáta, sem talið er mjög nauðsynlegt mál, 6 millj. kr. til ákveðins varðskips. Það er, eins og ég sagði áðan, fyrir hendi fjárveiting til þess að halda úti rekstri á þessu skipi, sem er varðskipið Albert, allt árið, svo að það er ástæðulaust að vera í þessu tilfelli með sérstaka fjárveitingu til þess að fjármagna þá hlið málsins. Vil ég vænta þess, að sú upphæð, sem hér um ræðir, nægi til þess að ljúka þessari könnun eða rannsókn varðandi rek á gúmmíbátum.

Þá er lagt til, að framlag til Ferðamálasjóðs hækki um 5 millj. kr. og verður upphæðin samtals 15 millj.

Til Orkustofnunar er till. um 2 millj. kr. hækkun undir liðnum Önnur rekstrargjöld og er ætlunin að verja upphæðinni til aukinna rannsókna á Vestfjörðum í sambandi við orkumál.

Þá er næst till. á þskj. um 300 þús. kr. hækkun á liðnum Lán til jarðhitaleitar. Hér er um misprentun að ræða, hafi það ekki verið leiðrétt, og átti upphæðin að vera 3 millj. kr. og verður liðurinn því 12 millj. í staðinn fyrir 9 millj. í fjárlagafrv.

Fjvn. kallaði orkumálastjóra á fund sinn á ný og ræddi við hann sérstaklega um jarðhitamálin. Fyrir n. hafa legið umsóknir um stórauknar fjárveitingar til aðstoðar við jarðhitaleitina. Þar eru stærstu verkefnin fram undan í sambandi við hitaveitu fyrir Akureyri og Akranes, umfram það sem stendur yfir og hefur þegar verið veitt miklu fjármagni til, í sambandi við Svartsengi og þá hitaveitu sem fyrirhuguð er fyrir Suðurnes. En á Hveravöllum í Þingeyjarsýslu og að Leirá í Leirársveit í Borgarfirði er talið af sérfræðingum Orkustofnunarinnar að sé um mikla möguleika að ræða hvað jarðvarma snertir. Það er með tilliti til þessa sem fjvn. flytur á sérstöku þskj. till. um 25 millj. kr. fjárveitingu til að vinna að borun á þessum stöðum. En þar er einnig haft í huga að ljúka rannsóknum á möguleikum til hagnýtingar á jarðvarmanum í hinu nýja hrauni í Heimaey í Vestmannaeyjum. Þar er um upphæð að ræða sem talið er að muni nema um 2 millj. kr. Er talið í sambandi við þann jarðvarma, sem er fyrir hendi í hrauninu í Heimaey, að hann muni geta enst í tugi ára og þá er leitt til þess að vita ef ekki verður hægt að nýta þessi verðmæti á því tímabili sem þar um ræðir. En það er sérstakur sérfræðingur við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, sem kom mikið við sögu þegar Heimaeyjargosið átti sér stað, og er gert ráð fyrir að það sé einmitt sá sérfræðingur við Háskólann sem hafa muni með höndum þá rannsókn sem gert er ráð fyrir að verði kostuð af þeirri upphæð sem hér er um að ræða.

Þá koma till. n. um fjáröflun og framkvæmdir Rafmagnsveitna ríkisins 1975, Er þar um verulegar breytingar að ræða frá því sem er í frv. Gert er ráð fyrir að lántökur hækki um 337 millj. kr. Allir framkvæmdaliðir Rafmagnsveitna ríkisins voru ítarlega endurskoðaðir og liggja nú fyrir áætlanir um framkvæmdir hjá stofnuninni, sem segja má að allar séu bráðnauðsynlegar, en til þeirra þarf fjármagn sem ekki er undir 2600 millj. kr. Að þessu sinni er hins vegar lagt til að framkvæma fyrir fjárupphæð sem nemur 1000 millj. kr. En auk þessa hefur Rafmagnsveitum ríkisins verið falið að hafa með höndum lagningu svokallaðrar byggðalínu og skal í því sambandi stefnt að því að áfanganum frá Andakílsárvirkjun til Laxárvatns í A.- Húnavatnssýslu verði lokið á næsta ári. Kostnaður við þessar framkvæmdir er áætlaður að verði um 650 millj. kr. Þar af er búið að greiða á yfirstandandi ári fyrir efni til þessara framkvæmda um 50 millj. kr. Að öðru leyti vísast til þess sem fram kemur á þskj. Það má segja til viðbótar við þetta, sem hér kemur fram varðandi framkvæmdir á vegum Rafmagnsveitna ríkisins, að nú rétt um þessar mundir hefur orðið að taka ákvörðun um að veita meira fjármagn en hér er gert ráð fyrir í sambandi við að kaupa dísilrafstöðvar til þess að reyna að bjarga frá vandræðaástandi, sem fyrir hendi er á ýmsum stöðum, varðandi það að það er um vöntun á nægri orku að ræða á ýmsum stöðum. Enda þótt gert sé ráð fyrir því, eins og hér kemur fram, að vinna að framkvæmdum fyrir um 1000 millj. kr. á næsta ári, er það þó ekki öll upphæðin, vegna þess að hluti af kostnaði við þær framkvæmdir, sem þar er um að ræða, og þá sérstaklega í sambandi við þær vélar og efni, sem keypt verða til framkvæmdanna, verður tekin að láni, þannig að sú upphæð er raunverulega miklu stærri, sem unnið verður fyrir, heldur en sem nemur þessum 1000 millj. kr. eða þar um bil sem fjárlagatill. meiri hl. fjvn. gera ráð fyrir.

Þá er lagt til að hækka liðinn Jarðboranir, gjaldfærður stofnkostnaður, um 24 millj. kr. Það er vegna kaupa á gufubor frá Bandaríkjunum. En að öðru leyti er lánsheimild í þessu skyni í frv. að upphæð 270 millj. kr., þannig að lánsupphæðin vegna jarðborana verður alís um 290 millj. kr.

Segja má í sambandi við jarðboranir og leit að heitu vatni víðs vegar um landið, að þar hafi vantað mikið á að næg tæki hafi verið fyrir hendi hjá Orkustofnuninni til þess að inna af hendi nokkrar verulegar framkvæmdir umfram það sem átt hefur sér stað, enda þótt nægt fjármagn væri fyrir hendi. Er óhjákvæmilegt að stefna að því að kaupa fleiri og meiri stórvirk tæki í þessum efnum. Án þess að það verði gert er útilokað að sinna þeim miklu nauðsynlegu framkvæmdum sem bíða í sambandi við orkumálin. En hér hefur verið látið staðar numið allt of lengi að byggja upp næg tæki til þess að hafi verið hægt að sinna því þarfa verkefni sem að er stefnt í sambandi við orkunýtinguna í landinu. Enginn vafi er á því, að sá stórvirki gufubor, sem nú er væntanlegur til landsins og er miklu fljótvirkari en eldri tæki sem við höfum yfir að ráða hér í landinu, mun koma að miklum notum þegar hann er kominn til landsins og farið verður að vinna með bornum.

Það er með tilliti til þessa sem kemur að gagni að veita meira fjármagn til ráðstöfunar í sambandi við jarðhitaleitina í landinu, og þess vegna er m.a. tekinn sá nýi háttur upp að þessu sinni að taka sérstakan lið inn upp á 25 millj. kr. til slíkra framkvæmda, til þess að kanna þá möguleika sem taldir eru fyrir hendi í sambandi við jarðhitaleitina fyrir þessa tvo stóru þéttbýliskjarna, Akureyri og Akranes, og er vissulega mikils vert að hægt verði að gera það á næsta ári.

Þessu næst koma þá að lokum brtt. fjvn. við 6, gr. fjárlagafrv., en þar eru um heimildir að ræða: Í fyrsta lagi að ábyrgjast allt að 50 millj. kr. lán fyrir Náttúrulækningafélag Íslands vegna byggingar heilsuhælis í Hveragerði, gegn tryggingum sem ríkisstj. metur gildar. — Að hækka framlög samkv. þál. um landgræðslu- og gróðurverndaráætlun frá 28. júlí 1974 í samræmi við þá hækkun framkvæmdakostnaðar sem kann að verða samkv. útreikningi Hagstofu Íslands. — Að fella niður aðflutningsútgjöld og söluskatt af jarðbor sem Jarðboranir ríkisins flytja inn frá Bandaríkjunum. — Að fella niður aðflutningsgjöld og söluskatt af stjörnukíki sem Valhúsaskóli fær að gjöf. — Að festa kaup á Nesstofu ásamt hæfilegri lóð. — Að endurgreiða söluskatt og aðflutningsgjöld af sjúkrabifreið fyrir Hvammstangalæknishérað. — Að taka lán allt að 100 millj. kr. til kaupa á tækjum fyrir Landhelgisgæsluna. Það segir sig sjálft, að um leið og landhelgin er færði út og við fáum fleiri skip, þá þurfum við einnig að endurbæta tækjakostinn, sem er í eldri skipunum, og það kostar stóra fjármuni. Hér er lagt til að verja 100 millj. kr. í þessu skyni. — Að ábyrgjast allt að 80 millj. kr. lán fyrir Sjómannadagsráð í Reykjavík og Hafnarfirði vegna nýbyggingar dvalarheimilis aldraðra í Hafnarfirði, gegn tryggingum sem ríkisstj. metur gildar. — Að fella niður aðflutningsgjöld og söluskatt af merktum borðbúnaði spítala, hæla, elliheimila og annarra heilsugæslustöðva. Þetta sama ákvæði hefur verið í gildi t.d. um langan tíma varðandi hótel, að ef hótel hafa flutt inn borðbúnað, þá hafa þau fengið felldan niður söluskatt og aðflutningsgjöld. En þetta hefur ekki gilt hingað til í sambandi við sjúkrahúsin og hælin sem þurfa náttúrlega í ríkum mæli á þessum búnaði að halda og því sjálfsagt að þau sitji ekki við lakari kjör í þessum efnum en hótelin. — Að taka lán allt að 50 millj. kr. til að ljúka framkvæmdum við Fæðingardeild Landsspítalans. Eins og hv. þm. muna eftir er fyrr búið að hækka fjárveitingu til að ljúka þessari þörfu framkvæmd úr 20 millj. kr. í 80 millj. eða um 60 millj. Þá er gert ráð fyrir því að vanti enn um 50 millj. til þess að hægt verði að ljúka þessari framkvæmd á árinu 1975. Þessi upphæð er ætluð til þess að svo megi verða.— Að taka allt að 20 millj. kr. lán til að leggja varanlegt slitlag á flugvöllinn á Ísafirði. Lánið verði endurgreitt af framkvæmdafé til flugvallagerðar á árinu 1976. Þessi till. kemur hér inn eftir að búið var að ganga frá skiptingu á því fjármagni sem fyrir hendi var í sambandi við flugvallagerð í landinu. Hún er tekin núna með lánsheimild sérstaklega vegna þess að það er gert ráð fyrir því að framkvæma með gatnagerðarvélum að leggja olíumöl á ýmsa vegi, bæði á Ísafirði og annars staðar á Vestfjörðum. Er náttúrlega visst hagræði að því út af fyrir sig að geta lokið við þessa framkvæmd í leiðinni, að setja olíumöl á flugvöllinn, að það megi takast verði þessar vélar þarna fyrir hendi, því að svo getur farið að það liði árabil eða 2–3 ár a.m.k. þar til vélarnar verði aftur fyrir hendi og hafi verkefni á Vestfjörðum. Sjálfsagt er að haga því þannig, þegar vélar eru fluttar, sem eru dýr tæki og kostar mikið að flytja víðs vegar um landið, að það sé hægt að nýta þær á sem flestum sviðum, um leið og þær eru þá fyrir hendi til þess að vinna að öðrum verkefnum í þeim landshluta. — Að ábyrgjast fyrir St. Jósefsspítala í Hafnarfirði allt að 15 millj. kr. lán vegna viðbyggingar við spítalann, gegn tryggingum sem ríkisstj. metur gildar. — Að ábyrgjast lán allt að 15 millj. kr. fyrir Bandalag starfsmanna ríkis og bæja til áframhaldandi uppbyggingar orlofsheimila að Munaðarnesi, gegn tryggingum sem ríkisstj. metur gildar. — Að heimila Hafnabótasjóði að taka lán allt að 40 millj. kr. til að létta greiðslubyrði hafnarsjóða af lánum samkv. reglum sjóðsins. Ráðh. skal gera till. til fjvn. um skiptingu fjárins og skal við skiptinguna hafa hliðsjón af tekjum og gjöldum hafnarsjóðs, framlagi sveitarfélags til hafnarsjóðs, fólksfjölda og öðrum þeim atriðum, sem hafa áhrif á greiðslugetu hafnarsjóðsins. Hér er um hliðstæða till. að ræða og í fjárl. yfirstandandi árs, að öðru leyti en því að till. er 10 millj. kr. lægri, hún er 50 millj. í fjárl. yfirstandandi árs. Hefur verið gert ráð fyrir því og um það rætt að það þurfi að hafa einhverja slíka upphæð í fjárl. um visst tímabil til þess að bjarga þeim höfnum sem hafa erfiðasta greiðslubyrði á vissu árabili. Við skulum vona að innan tíðar lagist greiðslustaðan hjá höfnunum, þannig að þessi upphæð geti farið smáminnkandi og hafnarsjóðirnir verði færir um að standa við skuldbindingar sínar varðandi þær lánagreiðslur sem fyrir hendi eru hjá flestöllum höfnum í landinu. — Að breyta inneign Ríkisábyrgðasjóðs hjá flóabátnum Baldri að upphæð allt að 10 millj. kr. í hlutafjáreign ríkissjóðs í félaginu. — Að taka lán allt að 350 millj. kr. vegna stofnlínulagnar frá Andakílsárvirkjun að Laxárvatni í Austur-Húnavatnssýslu. — Að taka lán allt að 150 millj. kr. vegna undirbúningsframkvæmda Kröfluvirkjunar. — Að taka lán allt að 150 millj. kr. til undirbúningsframkvæmda vegna Bessastaðaárvirkjunar. — Að fella niður aðflutningsgjöld og söluskatt af efni til stofnlínu frá Andakílsárvirkjun að Laxárvatni. — Að ábyrgjast fyrir Skúla Pálsson fiskræktarbónda allt að 15 millj. kr. lán vegna byggingar fiskeldisstöðvar í landi jarðarinnar Þóroddsstaða II í Ölfushreppi, gegn þeim tryggingum sem ríkisstj. metur gildar. Hér er um endurveitingu að ræða á sömu upphæð og er í fjárl. yfirstandandi árs, en viðkomandi tók ekki það lán, hvorki þessa né minni upphæð, á árinu og þess vegna er till. að hans ósk endurflutt hér að nýju.

Þá er við 6. gr. till. um nýjan lið: Fjmrh, er heimilt fyrir hönd ríkissjóðs að taka allt að 657 millj. kr. innlend lán, þar af 352 millj. kr. vegna orkumála og 300 millj. kr. vegna vegamála.

Loks er lagt til að 7. gr. orðist svo: „Skattvísitala árið 1975 skal vera 151 stig miðað við 100 stig árið 1974.“ Þetta er í samræmi við það sem ég hef áður greint frá.

Þá vil ég geta þess að lokum, að í till. fjvn. nú er settur upp rekstur og framkvæmdir Pósts og síma og er í fyrsta skipti að þessu sinni sem það er gert. Áður hafa að vísu verið í fjárl. reikningar Pósts og síma út og inn, en framkvæmdaliðirnir hafa ekki legið fyrir í fjárlagafrv. fyrr en nú. Það er að vissu leyti fróðlegt fyrir bæði þm. og landsmenn alla að geta þá fylgst með því, hvað fyrirhugað er í þessum þýðingarmikla málaflokki á hverju ári fyrir sig. Að öðru leyti vil ég vísa til þess sem fram kemur í þskj. hvað þetta varðar.

Ég vil að lokum segja það, að verði samþ. þessar till. fjvn. og meiri hl. fjvn., sem ég hef greint frá, verður að sjálfsögðu um verulegar breytingar að ræða á fjárlagafrv. En við tekjubálkinn hafa orðið nokkrar breytingar, eins og ég gat um þegar í upphafi máls míns, og eftir að þær breytingar hafa verið gerðar, þá verður það eins og fram kemur á þskj. 229. Ég sé ekki ástæðu út af fyrir sig að fara að lesa allar þær tölur sem þar er um að ræða varðandi tekjubálkinn, En ég vil að lokum segja, að verði sú till. og þær till., sem ég hef þegar greint frá varðandi gjaldabálk frv., samþykktar, þá verða þær breytingar á niðurstöðutölum fjárl. sem hér segir: Rekstrartekjur munu þá nema 47 milljörðum 616 millj. kr. og rekstrarútgjöld 47 milljörðum og 200 millj. Tekjur umfram gjöld verða þá 416 millj. kr. Lánahreyfingar inn verða samtals 3 milljarðar 93 millj. kr., en lánahreyfingar út 3 milljarðar 364 millj. kr. Halli á lánahreyfingum verður þannig um 271 millj. kr. Niðurstaðan verður þannig greiðsluafgangur að fjárupphæð 145 millj. kr.