21.12.1974
Sameinað þing: 30. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 1357 í B-deild Alþingistíðinda. (1163)

1. mál, fjárlög 1975

Guðmundur H. Garðarsson:

Herra forseti. Með vísan til þess að fordæmi er fyrir því, að leiðréttingar hafa verið gerðar á greiðslu uppbóta á tekjutryggingu til aldraðs fólks og öryrkja utan fjárlaga, greiði ég atkv. gegn þessari till., í trausti þess að hæstv. ríkisstj. taki þessi mál til rækilegrar athugunar og geri viðeigandi ráðstafanir, eftir því sem þörf krefur, til að tryggja viðunandi afkomu þess fólks sem hér um ræðir. Ég segi því nei.