30.01.1975
Neðri deild: 37. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 1432 í B-deild Alþingistíðinda. (1252)

72. mál, Háskóli Íslands

Frsm. (Sigurlaug Bjarnadóttir):

Herra forseti. Menntmrn. hefur haft til meðferðar frv. til l. um breyt. á l. nr. 84/1970, um Háskóla Íslands. N. samþ. samhlj. að mæla með frv. óbreyttu.

Þetta frv. var raunar lagt fram áður, fyrir þremur árum, hér á Alþ., þ.e. a.s. fimm fyrstu gr. þess, en varð þá ekki útrætt og kemur því aftur fyrir Alþ. nú. N. þóttu eðlilegar og sjálfsagðar þær breyt. sem þarna er gert ráð fyrir á l. um Háskóla Íslands, en þær eru að meginefni tvær:

Hin fyrri er breyt. á stjórnsýslu Háskóla Íslands með stofnun embættis kennslustjóra, auk þess sem sett eru nú ákvæði um skipan rektorsstarfa í forföllum. Hingað til hefur enginn ákveðinn maður gegnt starfi rektors í forföllum hans, en nú er gert ráð fyrir að varaforseti háskólaráðs skuli gegna því hlutverki. Starf kennslustjóra verður hliðstætt starfi háskólaritara, og virðist þessi styrking á stjórnsýslu Háskólans mjög svo eðlileg þegar tekið er tillit til sífellt aukinna umsvila og aukins nemendafjölda, en fjöldinn í Háskólanum hefur tvöfaldast frá árinu 1968.

6. gr. bætist við frv. eins og það áður kom fyrir Alþ. Þar er gert ráð fyrir að heimilt sé að stofna til námsbrauta sem veiti sérhæfða menntun er leiði til háskólaprófs þegar svo stendur á að náminu verður ekki komið fyrir innan háskóladeilda.

Það er staðreynd, að sífellt er aukin ásókn um stofnum nýrra háskóladeilda og þess vegna full þörf á að Háskólinn hafi heimild til þess að stofna til slíkra deilda að vel athuguðu máli og þegar bein nauðsyn virðist krefja.

N. mælti sem sagt shlj. með þessum breyt. á umræddu lagafrv. sem hér liggur fyrir.