13.02.1975
Neðri deild: 43. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 1770 í B-deild Alþingistíðinda. (1430)

Umræður utan dagskrár

Gylfi Þ. Gíslason:

Hæstv. forseti. Ég skal að sjálfsögðu verða við þeim tilmælum að vera mjög stuttorður, en í tilefni af þessum upplýsingum hv. formanns þfkn., sem ég fagna mjög, vil ég láta það koma fram, að þingflokkur Alþfl. ræddi þetta mál nýlega á fundi sínum. Það var einróma niðurstaða þingflokksins að eðlilegt væri að Alþ. gerði breytingu á þeirri skipan, sem gilt hefur varðandi ákvörðun á launum alþm. og endurgreiðslu á ferðakostnaði og dvalarkostnaði þm. Það væri óeðlilegt að þingið sjálft tæki ákvörðun um kjör þm. og kostnaðargreiðslur þeirra.

Síðan 1962 hefur sérstök stofnun, Kjaradómur, Íögum samkv. ákveðið laun ráðh. og hæstaréttardómara. Það var skoðun þingflokks Alþfl. að langeðlilegast væri, að samþ. yrði lagabreyting um það að Kjaradómur skyldi einnig ákveða laun þm. og kostnaðargreiðslur af hálfu þeirra. Við sömdum frv. um þetta efni og strax daginn eftir afhenti ég þetta frv. forseta Sþ. og hinum þingflokkunum öllum í trausti þess að málið yrði tekið til athugunar í þingflokkunum, sem ég vona að hafi verið gert eða verði gert innan skamms.