13.02.1975
Neðri deild: 43. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 1772 í B-deild Alþingistíðinda. (1434)

159. mál, ráðstafanir vegna breytingar á gengi íslenskrar krónu

Frsm. 1. minni hl. (Lúðvík Jósepsson):

Herra forseti. Eins og hér hefur þegar fram komið varð fjh.- og viðskn. d. ekki sammála um afgreiðslu frv. Ég hef gefið út sérstakt nál. á þskj. 292 og legg þar til að frv. verði fellt. Í rauninni er sá ágreiningur, sem uppi er og fram kom í fjh.- og viðskn., ekki um efni þess frv. sem hér er nú til afgreiðslu. Það er, eins og hér hefur réttilega verið sagt, líkt öðrum frv. sem fylgt hafa með gengislækkunum áður og er fyrst og fremst um tæknilega framkvæmd varðandi skráningu gengisin,s að nýju. En ágreiningurinn er fyrst og fremst um það hvort rétt hafi verið að velja hér gengislækkunarleið eða ekki, og segja má að þetta frv., sem hér er nú til afgreiðslu, sé hin formlega eða lagalega staðfesting á því að þessi leið er valin. Af þeim ástæðum legg ég til að frv. verði fellt.

Ég sé ekki ástæðu til þess að hefja hér almenvar umr. um þennan ágreining að þessu sinni. Ítarlegar umr. fóru hér fram í gær um málið og því þarf ég í rauninni ekki að hafa mín orð fleiri. Ég legg til að frv. verði fellt.