13.02.1975
Neðri deild: 43. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 1772 í B-deild Alþingistíðinda. (1435)

159. mál, ráðstafanir vegna breytingar á gengi íslenskrar krónu

Frsm. 2. minni hl. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Við einstök atriði þessa frv. er í sjálfu sér ástæðulaust að gera aths. Frv. er eðlilegt framhald af þeirri ráðstöfun sem gerð var í gær, að breyta gengi íslenskrar krónu. Hins vegar er þingflokkur Alþfl. andvígur þeirri stefnu hæstv. ríkisstj. sem gengisbreytingin er hluti af, og þess vegna mun hann greiða atkv. gegn þessu frv. Í því felst yfirlýsing um andstöðu við stefnu hæstv. ríkisstj, í efnahagsmálum.