28.02.1975
Efri deild: 51. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 2003 í B-deild Alþingistíðinda. (1598)

168. mál, ráðstafanir vegna snjóflóða í Norðfirði

Helgi F. Seljan:

Herra forseti. Það er mjög frumleg kenning hjá hv. 2. þm. Vesturl. að sú gengislækkunarstefna, sem núv. ríkisstj. hefur sett á oddinn, tryggi alveg sérstaklega og bæti hag elli- og örorkulífeyrisþega. Það er frumleg kenning og væri fróðlegt að fá nánari skýringu á því, hvernig það ætti að koma heim og saman. (Gripið fram í: Það verður að bíða eftir því.) Já, það verður að bíða eftir því. Ætli þeir verði ekki að bíða töluvert lengi eftir því? Ég er hræddur um það. Hv. þm. Steingrímur Hermannsson gerir sér mætavel grein fyrir því að í samvinnu við íhaldið verður ýmislegt að bíða.

Um það, sem margsinnis hefur verið tuggið upp í sambandi við það að vinstri stjórnin hafi eingöngu verið að framkvæma lög sem áður höfðu verið sett af viðreisnarstjórninni, tek ég fram: Það er rétt að nokkrum hluta, en síðan mar við þetta bætt mjög verulega. Þessi hv. þm. fylgdist aldrei með því að tekjutrygging var stórlega hækkuð umfram það sem viðreisnarstj. hafði áður gert. Þessu hefur bann ekki fylgst með. En ég get fullvissað hann og aðra þm. Sjálfstfl. um það, að þó að hann og þeir hafi ekki fylgst með því, þá fylgdist gamla fólkið og örorkulífeyrisþegarnir svo sannarlega með því.