28.02.1975
Efri deild: 51. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 2006 í B-deild Alþingistíðinda. (1602)

168. mál, ráðstafanir vegna snjóflóða í Norðfirði

Oddur Ólafsson:

Herra forseti. Ég ætla aðeins að leiðrétta það, að hafi ég sagt að hækkunarákvæðið væri hið sama og tekjutrygging, þá átti ég ekki við það. En hækkunarákvæðið var mjög mikilvægt á sínum tíma og hækkunarákvæðið er sannarlega undanfari tekjutryggingar, vegna þess að hækkunarákvæðið var ætlað þeim sem ekki hafa aðrar tekjur. Það er að vísu rétt að það voru þarna hliðarráðstafanir Það þurfti að fá heimild sveitarfélagsins. Það er eins og ég hef sagt, að þetta er sífellt í endurskoðun og auðvitað er tekjutryggingin að vissu leyti fullkomnari en hækkunarákvæðið var, enda