04.03.1975
Sameinað þing: 45. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 2097 í B-deild Alþingistíðinda. (1662)

121. mál, útfærsla landhelginnar

Fyrirspyrjandi (Ellert B. Schram):

Herra forseti. Ég vil aðeins þakka hæstv. forsrh. fyrir svarið. Það er ljóst af skýrslu hans, að ríkisstj. hefur ekki setið auðum höndum og ýmislegt gert til þess að kanna og kynna þetta mikla og mikilvæga mál allrar íslensku þjóðarinnar. Ég fjölyrði ekki frekar um skýrslu hans, sem ber sjálfri sér best vitni, en mér þykir mest varið í þá yfirlýsingu hæstv. forsrh. að tilkynning um útfærsluna muni verða gefin út á tímabilinu frá 10. maí til 13. nóv. Þetta hefur reyndar komið fram áður, en ég hygg, að það sé í fyrsta skipti sem það er staðfest hér á hinu háa Alþ. Mér þykja þetta þess vegna vera góð tíðindi.