04.03.1975
Sameinað þing: 45. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 2102 í B-deild Alþingistíðinda. (1666)

320. mál, staðarval ríkisstofnana

Jón Skaftason:

Herra forseti. Á þskj. 169 hefur frú Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir, sem sat hér fyrir áramót sem varamaður minn, beint svofelldri fsp. til hæstv. forsrh.:

„Hvað líður störfum n. þeirrar, er skipuð var af ríkisstj. 25. apríl 1972 til þess að kanna staðarval ríkisstofnana og athuga hverjar breytingar koma helst til greina í þeim efnum, og hvenær er till. hennar að vænta?“

Fsp. er skýr og ég vænti þess, að við henni fáist góð svör.