04.03.1975
Sameinað þing: 45. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 2103 í B-deild Alþingistíðinda. (1671)

139. mál, lánveitingar úr Byggðasjóði

Forsrh. (Geir Hallgrímsson):

Herra forseti. Í tilefni þessarar fsp. hef ég aflað mér upplýsinga frá Byggðasjóði um samþykkt lána úr sjóðnum 1972–1974, skipt á kjördæmi, og er skýrsla þessi dags. 5. febr. 1975. Hef ég gert ráðstafanir til þess að henni verði útbýtt hér meðal þm. En samkv. ósk fyrirspyrjanda vil ég greina frá efni málsins.

1972 eru samþykkt 52 lán til Vesturlands að upphæð 58 millj. 553 þús. kr., til Vestfjarða 68 lán að upphæð 85 millj. 148 þús. kr., til Norðurl. v. 44 lán að upphæð 48 millj. 736 þús. kr., til Norðurl. e. 80 lán að upphæð 91 millj. 258 þús. kr., til Austfjarða 91 lán að upphæð 101 millj. 443 þús. kr., til Suðurlands 34 lán 43 millj. 355 þús. kr., til Reykjaness 44 lán að upphæð 35 millj. 840 þús. kr. og til Reykjavíkur 19 lán 16 millj. 65 þús. kr. Samtals eru samþykkt lán úr Byggðasjóði 432 talsins að upphæð 480 millj. 398 þús. kr. árið 1972.

Árið 1973 eru samþykkt 49 lán til Vesturlands að upphæð 44 millj. 396 þús., til Vestfjarða 76 lán að upphæð 59 millj. 678 þús. kr., til Norðurl. v. 40 lán að upphæð 51 millj. 109 þús. kr., til Norðurl e. 64 lán að upphæð 70 millj. 89 þús. kr., til Austfjarða 74 lán að upphæð 89 millj. 421 þús. kr., til Suðurlands 29 lán að upphæð 26 millj. 832 þús. kr., til Reykjaness 3 lán að upphæð 10 millj. 280 þús. kr., til Reykjavíkur 4 lán að upphæð 5 millj. 535 þús. kr. Samtals eru samþykkt lán úr Byggðasjóði árið 1973 þannig 339 talsins að upphæð 357 millj. 340 þús. kr.

1974 eru samþykkt lán úr Byggðasjóði til Vesturlands 79 lán 139 millj. 242 þús. kr., til Vestfjarða 82 lán að upphæð 115 millj. 92 þús. kr., til Norðurl. v. 48 lán að upphæð 76 millj. 57 þús. kr., til Norðurl. e. 89 lán að upphæð 123 millj. 858 þús. kr., til Austfjarða 97 lán að upphæð 125 millj. 223 þús. kr., til Suðurlands 42 lán að upphæð 58 millj. 417 þús. kr., til Reykjaness 3 lán að upphæð 22 millj. 910 þús. kr. og til Reykjavíkur eitt lán að upphæð 1 millj. kr. Samtals eru þetta 441 samþykkt lán úr Byggðasjóði á árinu 1974 að upphæð 661 millj. 799 þús. kr.

Samtala þessara lána 1972–1974, — ég greini þau ekki eftir kjördæmum þar sem menn fá skýrslu þessa í hendur — eru samtals 1212 lán að upphæð 1 milljarður 499 millj. 537 þús. kr.