06.03.1975
Sameinað þing: 47. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 2180 í B-deild Alþingistíðinda. (1743)

141. mál, innheimta afnotagjalda hljóðvarps og sjónvarps

Helgi F. Seljan:

Herra forseti. Ég vil lýsa yfir vonbrigðum mínum með svör hæstv. menntmrh. varðandi það, að hann muni ekki treysta sér til að gefa afslátt á afnotagjöldum sjónvarps við þær aðstæður sem hann þó mætavel veit að voru eystra nú .t. d. í des. og jan. Þegar hér er talað um truflanir, þá tel ég það alrangt og villandi. Ég kalla það ekki truflanir á sjónvarpi, að fyrstu 16 dagana sem ég dvaldi heima sá ég sjónvarp 2 daga og það meira að segja slæma mynd annan daginn. Þetta kalla ég miklu meira en truflanir. Og mér finnst full sanngirni mæla með því, að þegar svo langt er gengið fái menn afslátt á sjónvarpsgjöldum sínum. Og það voru miklu fleiri dagar en þetta, sem þarna komu inn i, og var ekki alltaf óveðri um að kenna. Þess vegna var það sem ég vildi taka af öll tvímæli með því að flytja frv. þess efnis að ráðh. skyldi heimilt að ákveða að tekið skyldi til þess, ef útsendingar til einstakra landshluta eða byggðarlaga væru ófullkomnar eða gæði þeirra ekki sambærileg við það sem eðlilegt má teljast, og hann yrði svo að meta það í hverju einstöku tilfelli, hvenær ætti að beita þessari heimild. Og ég tel tvímælalaust að henni eigi að beita varðandi austfirðinga og varðandi þeirra sjónvarpsafnotagjald nú. Þrátt fyrir orð ráðh. langar mig til þess aðeins að segja og vona jafnvel að það verði ákvæðavísa:

Austfirðingar óska af náð

að afslátt hljóti þeir nú.

Vona ég dugi Vilhjálms ráð,

þeim verði að sinni trú.