10.03.1975
Efri deild: 55. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 2210 í B-deild Alþingistíðinda. (1762)

95. mál, vegalög

Ragnar Arnalds:

Herra forseti. Ég hafði við 2. umr. málsins flutt brtt. á þskj. 348, sem snertir hagsmuni minnstu þéttbýlisstaðanna, þ. e. a. s. þéttbýlisstaða af stærðinni frá 50 til 200 íbúa, þar sem mér fannst að ekki ætti að binda töluna við 100, eins og till. var uppi um. Ég tek eftir því að hv. samgn. hefur tekið tillit til þessa sjónarmiðs og borið fram brtt. þar sem gert er ráð fyrir að ákvæðið geti einnig náð til þéttbýlis með færri en 200 íbúa. Ég vil þakka n. og sérstaklega form. n. fyrir að hafa tekið tillit til þessara sjónarmiða og vil aðeins bæta því við að að sjálfsögðu dreg ég til baka þá till. sem fyrir lá á þskj. 348.