11.03.1975
Sameinað þing: 49. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 2275 í B-deild Alþingistíðinda. (1831)

325. mál, Kennaraháskóli Íslands

Magnús T. Ólafsson:

Herra forseti. Ég hef tekið að mér að bera upp við hæstv. menntmrh. eina af fsp., sem Jón Baldvin Hannibalsson lét eftir sig, þegar hann vék af þingi fyrr í vetur. Fsp. fjallar um Kennaraháskóla Íslands. Hún er í 5 líðum, svo hljóðandi:

„1. Hver er, að mati menntmrn., árleg kennaraþörf grunnskólans næsta áratug?

2. Hvað er áætlað að Kennaraháskóli Íslands útskrifi marga kennara frá vori 1974 og næstu 4 ár?

3. Hversu margir er ætlað að komi til starfa á grunnskólastigi?

4. Hvað líður störfum n., sem skipuð hefur verið til að endurskoða lög um Kennaraháskóla Íslands frá 16. apríl 1971, nr. 38, 25. gr.?“ — Þar segir: „Lög þessi skulu endurskoðuð eigi síðar en að tveimur árum liðnum frá gildistöku þeirra.“

„5. Hver er framtíðarstefna yfirstjórnar menntamála að því er varðar kennaramenntun í landinu?“