11.03.1975
Sameinað þing: 49. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 2281 í B-deild Alþingistíðinda. (1838)

328. mál, málfrelsi opinberra starfsmanna og ritskoðunarréttur ráðuneyta

Menntmrh. (Vilhjálmur Hjálmarsson):

Herra forseti. Ég vil leitast við að svara þessari fsp., sem er í tveim liðum. Svarið við fyrra liðnum er nei. Svarið við síðari liðnum er nei.

Mér vitanlega eru engar breytingar fyrirhugaðar varðandi þau atriði, sem fsp. fjallar um. Eins og hv. 2. landsk. þm. gat um, hafa þegar farið fram opinberlega töluverðar umr. um það mál sem hefur orðið tilefni þessarar fsp. Í þeim umr. gerði ég grein fyrir afstöðu minni.

Málinu hefur nú verið skotið til dómstólanna af hálfu dr. Braga Jósepssonar, eins og venja er til eða er a. m. k. mjög algengt, þegar um uppsögn opinberra starfsmanna er að ræða. Ég sé þess vegna ekki ástæðu til að fjölyrða um þetta frekar.