18.03.1975
Sameinað þing: 52. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 2445 í B-deild Alþingistíðinda. (1936)

330. mál, símaafgreiðsla vegna brunavarna, læknisþjónustu og löggæslu

Landbrh. (Halldór E. Sigurðsson) :

Herra forseti. Ég vil bara undirstrika að það er rétt skilið hjá hv. þm. að svar mitt var jákvætt við því að þessu yrði komið í framkvæmd núna, hins vegar mundi ég ekki afgr. einn stað í einu, heldur taka með, eins og ég orðaði það, eina þrjá til viðbótar sem yrðu nú afgreiddir. Ég mun svo óska eftir því að póst- og símamálastjóri geri áætlun um að þessu kerfi verði komið á um landið og hvað þyrfti langan tíma til þess. Þannig átti að skilja síðustu orð mín um þetta.