18.03.1975
Sameinað þing: 52. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 2447 í B-deild Alþingistíðinda. (1940)

332. mál, hitaveita á Hólastað og í nágrannasveitarfélögum

Fyrirspyrjandi (Páli Pétursson):

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að þakka hæstv. landbrh. mjög vel fyrir jákvæðar undirtektar við þetta mál. Ég held að þetta sé mjög mikið nauðsynjamál og það væri bæði þessum skólastað og byggðum þar í nágrenninu geysilega mikið atriði ef tækist að koma þessari hitaveitu á fót. Eru talsverðar líkur, að því er manni sýnist, til þess að náttúruskilyrði séu með þeim hætti að þarna megi leggja hagkvæma hitaveitu.

Ég endurtek þakklæti mitt til hæstv. landbrh.