18.03.1975
Sameinað þing: 53. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 2502 í B-deild Alþingistíðinda. (1966)

67. mál, eignarráð þjóðarinnnar á landinu

Jón Helgason:

Herra forseti. Þessar umr. hljóta að vekja ýmsar hugsanir og það hefur allmargt komið fram í sambandi við efni þessa frv., sumt að vísu endurtekið æðioft. En mig langaði aðeins að benda hér á eitt atriði sem mér finnst ekki hafa komið fram, — eða ég hef ekki heyrt í þessum umr., þ. e. að með þessari þáltill. er verið að gera ráð fyrir að eigi að taka einhver hlunnindi af þeim, sem úti í sveitunum búa, sem sé óeðlilegt að þeir njóti einir eða taki endurgjald fyrir afnot annarra af þeim, það þurfi að undanskilja ýmiss konar hlunnindi bújörðum bænda og gera þau að alþjóðareign. En mér finnst að það vanti þá að það komi fram á móti að þeir, sem í þéttbýll búa og vilja fá afnot af þessum hlunnindum, njóta einnig ýmiss konar annarra hlunninda og aðstöðumunar umfram þá sem í strjálbýlinu búa, og ég hef ekki heyrt minnst á það hér að þeir bjóðist til þess að jafna þennan aðstöðumun. Mér finnst að þeir þyrftu því að gera það fyrst, að bjóðast til þess að jafna aðstöðumun fólksins í landinu, áður en þeir fara að gera kröfur til þess að taka af þeim sem að ýmsu leyti hafa lakari aðstöðuna.

Ég skal ekki lengja þessar umr. mikið, en það er aðeins eitt atriði annað sem minnst hefur verið hér á sem mig langar að drepa á. Hv. 4. þm. Vestf. sagði áðan að hann hefði aðeins vitað um eitt dæmi þess að umferð fólks væri bönnuð og þar hefði hlutaðeigandi átt búsetu í þéttbýli. En ég hef séð það æðivíða að skilti standa með áletrunum „Einkavegur“ eða „Umferð bönnuð“ — og ég held að það sé í öllum tilfellum um að r:eða land sem þéttbýlisfólk á eignarrétt á því að bændur hafa, a. m. k. ekki þar sem ég þekki til. bannað umferð um sitt land.