03.04.1975
Sameinað þing: 56. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 2701 í B-deild Alþingistíðinda. (2036)

Rannsókn kjörbréfa

Forseti (Ásgeir Bjarnason) :

Mér hafa borist eftirfarandi bréf :

„Reykjavík, 21. mars 1975.

Benedikt Gröndal, 2. landsk. þm. hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda til að sitja hafréttarráðstefnuna í Genf og mun því ekki geta sótt þingfundi næstu vikur, leyfi ég mér að biðja um fjarvistarleyfi og með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþ. að óska þess, að 1. varamaður landsk. þm. Alþfl., Bragi Sigurjónsson bankaútibússtjóri, taki sæti á Alþ. í fjarveru minni:

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fram fara í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Ragnhildur Helgadóttir,

forseti Nd.

Kjörbréf Braga Sigurjónssonar fylgir hér með. Þá hefur borist annað bréf :

„Reykjavík, 25. mars 1975.

Þórarinn Þórarinsson, 4. þm. Reykv., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og mun því ekki geta sótt þingfundi á næstunni, leyfi ég mér að biðja um fjarvistarleyfi og með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþ. að óska þess, að 1. varamaður Framsfl. í Reykjavík, Sverrir Bergmann læknir, taki sæti á Alþ. í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt.

Ragnhildur Helgadóttir,

forseti Nd.

Kjörbréf Sverris Bergmanns hefur áður verið rannsakað, því að hann hefur átt sæti hér á þingi, og býð ég hann velkominn til starfa.

Þá hefur í þriðja lagi borist eftirfarandi bréf :

„Reykjavík, 26. mars 1975.

Einar Ágústsson, 10. þm. Reykv., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til Sovétríkjanna í opinberum erindum og mun því ekki geta sótt þingfundi á næstunni, leyfi ég mér að biðja um fjarvistarleyfi og með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþ. að óska þess, að 2. varamaður Framsfl. í Reykjavík, Kristján Friðriksson iðnrekandi, taki sæti á Alþ. í fjarveru minni.

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fram fara í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Þorv. Garðar Kristjánsson,

forseti Ed.