14.04.1975
Neðri deild: 65. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 2897 í B-deild Alþingistíðinda. (2185)

222. mál, Leiklistarskóli Íslands

Ingvar Gíslason:

Herra forseti. Ég skal ekki fara neitt efnislega að ræða þetta frv. sem hér er til umr. En ég vil aðeins vegna þeirra orða, sem hér hafa fallið, frá hæstv. ráðh. um eindregna áskorun á hv. d., að hraða meðferð frv., og þess, sem hv. 9. þm. Reykv. sagði hér áðan þar sem hann tók undir nauðsyn þess að hraða málinu, þá vil ég sem form. menntmn. d. lýsa yfir því að ég mun fyrir mitt leyti beita mér fyrir að þetta mál verði ekki lengi í n., ef svo sýnist, að þetta frv. sé það vel undirbúið að það þurfi ekki verulegrar frekari skoðunar við eða mikilla breytinga. Ég held að það muni ekki standa á menntmrh. að reyna að hraða þessu máli gegnum þd. og geri ráð fyrir að svipaðan stuðning megi finna hjá öðrum hv. þdm.